New York Times segir að innlögnum á sjúkrahús hafi fjölgað um tæplega 500% síðustu tvo mánuði. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisráðuneytinu eru tæplega 10% gjörgæslurýma laus í Alabama, Georgíu, Texas, Flórída og Arkansas. Í þessum ríkjum eru efasemdir og andstaða við bólusetningar mjög útbreidd og margir eru óbólusettir.
Að meðaltali eru 12.200 Bandaríkjamenn lagðir inn á sjúkrahús daglega vegna COVID-19. Smitsjúkdómastofnun landsins, CDC, telur að miðað við þróun faraldursins verði meðaltal innlagna í versta falli komið í 22.400 á dag þann 27. september, í besta falli verði þær 6.400.