fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fyrir 20 árum vann hann hetjudáð en missti um leið allt

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. september 2021 06:11

Ron Clifford og Jeannine.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta átti að vera fullkominn dagur fyrir hinn 47 ára Ron Clifford. Hann tók ferju að morgni til Manhattan til að koma tímanlega á mikilvægan fund í einu hæsta húsi New York, World Trade Center. „Þú ert fullkomlega klæddur fyrir þennan fund,“ sagði yngri systir hans Ruth, 45 ára, við hann áður en hann lagði af stað að morgni 11. september 2001.

Ruth og dóttir hennar, hin 4 ára Juliana, voru að gera sig klárar til að fara til Boston en þaðan ætluðu þær að fljúga til Los Angeles. Vinkona þeirra systkina, hin 46 ára Paige Packel, ætlaði með þeim til Boston en með annarri flugvél.

Ron var rétt kominn að World Trade Center þegar fyrri flugvélinni var flogið inn í einn turninn. Hann vissi ekki að í þeirri vél var Paige vinkona hans. „Ég vissi ekki hvað hafði gerst en skyndilega sá ég konu koma í gegnum rykskýið og hélt hún höndunum fyrir framan sig. Þegar ég kom nær sá ég að hún var illa brennd,“ segir hann í nýrri heimildarmyndaþáttaröð frá National Geographic, National Geographic – 9/11: One Day in America.

Horft á World Trade Center úr þyrlu. Mynd:National Geographic – 9/11: One Day in America

 

 

 

 

 

 

Konan hét Jeannieann Maffeo og var fertug einstæð móðir sem var á leið til vinnu og beið eftir strætisvagni utan við World Trade Center. Hún brenndist illa af flugvélaeldsneyti sem féll brennandi til jarðar. „Hún bað til guðs um að hún myndi ekki deyja: „Hjálpaðu mér. Ekki láta mig deyja. Hjálpaðu mér,“ sagði hún.

En ekkert björgunarfólk var á vettvangi sem gat hjálpað Ron og Jeannieann. Ron vissi að þau voru í bráðri lífshættu. „Ég hafði áhyggjur og fór inn á klósett og fyllti plastpoka af vatni sem ég notaði til að kæla hana,“ segir hann.

Líðan Jeannieann fór hratt versnandi og hún hafði áhyggjur af að hún myndi deyja áður en hún fengi hjálp. „Hún var kaþólsk eins og ég og við báðumst fyrir saman,“ segir Ron.

Hræðilegar fréttir

Skyndilega var hinni flugvélinni flogið á hinn turninn og nötraði og skalf anddyrið, þar sem þau höfðu leitað skjóls, harkalega við það. „Ég spurði Jeannieann hvort hún gæti hlaupið. Það gat hún. Síðan hlupum við saman yfir breiða götu og að svæði þar sem sjúkrabílar voru. Ég hallaði mér að henni og sagði henni að henni myndi takast þetta, að hún myndi sleppa lifandi frá þessu,“ segir Ron.

En þessi sannkallaði dagur Ron í helvíti var rétt að byrja. Þegar honum hafði tekist að komast heim til sín hringdi mágur hans, David, í hann og flutti honum þær hræðilegu fréttir að Ruth og Juliana hefðu verið í síðari vélinni sem var flogið á World Trade Center. „Ég féll niður á hnén og grét. Ég hafði verið að biðja bæn með Jeannieann við World Trade Center þegar síðari vélinni var flogið á turninn,“ segir hann.

Jeannieann Maffeo

Jeannieann lést 41 degi síðar á sjúkrahúsi í New York eftir harða baráttu.

Kennsl voru borin á lík Ruth í janúar 2002 en lík Juliana fannst ekki.

„Það voru mjög sérstakt fólk sem var drepið þennan dag. Heimur minn varð aldrei sá sami,“ segir Ron.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga