fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Fjöldi gríðarlegra heitra daga hefur tæplega tvöfaldast frá 1980

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeim dögum þar sem hitinn fer yfir 50 stig einhvers staðar í heiminum hefur fjölgað mikið árlega frá 1980. Þetta kemur fram í samantekt sem BBC gerði. Hefur fjöldi daga sem þessara tvöfaldast á tímabilinu.

Svona heitir dagar verða einnig víðar um heiminn en áður en svona hár hiti veldur fólki miklum vanda og ógnar heilbrigði þess og lífsháttum.

Frá því á níunda áratugnum hefur dögum, þar sem hitinn nær 50 stigum, fjölgað á hverjum áratug. Á milli 1908 og 2009 voru að meðaltali 14 dagar á ári þar sem hitinn náði 50 stigum. Á milli 2010 og 2020 voru slíkir daga 26 á ári að meðaltali. Á þessum tíma fjölgaði dögum þar sem hitinn náði 45 stigum um tvær vikur á ári að meðaltali.

Friederike Otto, forstjóri umhverfisstofnunar Oxfordháskóla, sagði að þessa fjölgun daga megi algjörlega skrifa á kostnað jarðefnaeldsneytis.

Júlí á þessu ári var hlýjasti mánuður sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku NOAA stofnunarinnar sem hefur stundað veðurmælingar í 142 ár. Meðalhitinn á heimsvísu var 15,77 stig sem er 0,01 stigi hærra en gamla metið sem var sett í júlí á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð