Svona heitir dagar verða einnig víðar um heiminn en áður en svona hár hiti veldur fólki miklum vanda og ógnar heilbrigði þess og lífsháttum.
Frá því á níunda áratugnum hefur dögum, þar sem hitinn nær 50 stigum, fjölgað á hverjum áratug. Á milli 1908 og 2009 voru að meðaltali 14 dagar á ári þar sem hitinn náði 50 stigum. Á milli 2010 og 2020 voru slíkir daga 26 á ári að meðaltali. Á þessum tíma fjölgaði dögum þar sem hitinn náði 45 stigum um tvær vikur á ári að meðaltali.
Friederike Otto, forstjóri umhverfisstofnunar Oxfordháskóla, sagði að þessa fjölgun daga megi algjörlega skrifa á kostnað jarðefnaeldsneytis.
Júlí á þessu ári var hlýjasti mánuður sögunnar samkvæmt mælingum bandarísku NOAA stofnunarinnar sem hefur stundað veðurmælingar í 142 ár. Meðalhitinn á heimsvísu var 15,77 stig sem er 0,01 stigi hærra en gamla metið sem var sett í júlí á síðasta ári.