fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
Pressan

Rúmlega 200 umhverfisverndarsinnar voru drepnir á síðasta ári

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. september 2021 07:30

Eldar í Amazon eru oft af mannavöldum en þeim er ætlað að ryðja skóginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur verið lífshættulegt að láta sig umhverfisvernd varða en á síðasta ári voru rúmlega 200 umhverfisverndarsinnar drepnir þegar þeir börðust fyrir náttúruvernd. Latneska-Ameríka er sérstaklega hættulegt svæði fyrir umhverfisverndarsinna.

Samkvæmt nýlegri skýrslu Global Witness þá voru að minnsta kosti 227 umhverifsverndarsinnar drepnir víða um heim á síðasta ári. Samtökin telja að fjöldinn sé mun meiri en þetta. Árið á undan voru 212 umhverfisverndarsinnar drepnir svo staðfest hefur verið.

Megnið af drápunum áttu sér stað í Latnesku-Ameríku. Í Kólumbíu voru 65 drepnir og 30 í Mexíkó. Á Filippseyjum voru 29 drepnir á síðasta ári.

Það eru bændur, glæpagengi, uppreisnarmenn og herská samtök sem eru talin standa á bak við flest morðin á umhverfisverndarsinnum. En fyrirtæki og aðilar á vegum opinberra aðila koma einnig við sögu.

Í skýrslu Global Witness segir að námuvinnsla og skógarhögg sé ástæðan fyrir fjölda árása á umhverfisverndarsinna en á síðustu árum hafi árásum, sem landbúnaðarfyrirtæki standa á bak við, fjölgað því þau reyni að auka nautakjötsframleiðslu sína sem og rækt á sojabaunum og pálmaolíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans

Sakar Joe Rogan um að dreifa Rússaáróðri – Birtir grjóthart myndband og vill mæta í þáttinn hans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir

Rann á grjóti og við tóku skelfilegar 20 klukkustundir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið

Svona oft þarftu að stunda kynlíf til að lengja lífið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar

Fundu stein í skrifborðsskúffu – Veitti stórmerkilegar upplýsingar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni

Blótaði og gaf fingurinn áður en hann var tekinn af lífi með köfnunarefni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er

Maðurinn sem sviðsetti dauða sinn og yfirgaf konu og börn vill ekki segja hvar í Evrópu hann er