fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Miklir hitar og þurrkar valda hækkandi verði á pasta

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. september 2021 15:00

Pasta hækkar í verði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neytendur mega reikna með að þurfa að punga meira út fyrir pasta á næstu mánuðum vegna skorts á aðalhráefninu en það er harðhveiti (durum). Ástæðan er miklir hitar og þurrkar þeim samfara. Verðið á harðhveiti hefur hækkað um tæplega 90% í kjölfar mikils hita og þurrka í Kanada sem er eitt stærsta framleiðsluland harðhveitis.

Á Ítalíu eiga framleiðendur í erfiðleikum með að verða sér úti um nægilegt magn af harðhveiti og segja sérfræðingar að verð á spagettí geti hækkað um allt að 50% vegna þess. The Guardian skýrir frá.

Haft er eftir Jason Bull, forstjóra Eurostar Commodities sem flytur inn rúmlega 10.000 tonn af hráefnum til matvælagerðar til Bretlands árlega, að hið háa verð á harðhveiti geta að lokum leitt til þess að skortur verði á pasta á markaðnum.

Verð á kanadísku harðhveiti hækkaði um 88% frá því í júní fram í september. Á sama tíma hækkaði verðið á ítölsku harðhveiti um 57%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum

Þessir drykkir geta átt sök á hrukkunum þínum
Pressan
Í gær

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman

Málarekstur sagður framundan um erfðaskrá Gene Hackman
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið

Sakfelldur fyrir að hafa ítrekað mök við systur sína – Tilkynnti sjálfur um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið

Lögreglan var kölluð út vegna innbrots – Leystu sjö ára gamalt mál í kjölfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna

Setja starfsfólkinu afarskilyrði – Gangið í hjónaband eða missið vinnuna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari

Hún er 108 ára og starfar enn sem rakari