Á Ítalíu eiga framleiðendur í erfiðleikum með að verða sér úti um nægilegt magn af harðhveiti og segja sérfræðingar að verð á spagettí geti hækkað um allt að 50% vegna þess. The Guardian skýrir frá.
Haft er eftir Jason Bull, forstjóra Eurostar Commodities sem flytur inn rúmlega 10.000 tonn af hráefnum til matvælagerðar til Bretlands árlega, að hið háa verð á harðhveiti geta að lokum leitt til þess að skortur verði á pasta á markaðnum.
Verð á kanadísku harðhveiti hækkaði um 88% frá því í júní fram í september. Á sama tíma hækkaði verðið á ítölsku harðhveiti um 57%.