CNN skýrir frá þessu. „Hættið kolavinnslu, að öðrum kosti munu loftslagsbreytingarnar orsaka hörmungar í áströlsku efnahagslífi,“ sagði Selwin Charles Hart, loftslagsráðgjafi hjá SÞ, í beinni hvatningu til Ástrala.
En skýr skilaboð frá SÞ hafa ekki mikil áhrif á áströlsku ríkisstjórnina. „SÞ ættu ekki að skipta sér af þessu. Ástralar hafa í hyggju að halda kolavinnslu áfram töluvert lengur en til 2030,“ sagði Keith Pitt, orkumálaráðherra landsins, í yfirlýsingu.
Þessi opinbera afstaða ástralskra stjórnvalda til kolavinnslu þýðir að landið er að einangrast á alþjóðavettvangi því flest ríki heims vilja í vaxandi mæli grípa til aðgerða sem draga úr hnattrænni hlýnun. Kínverjar hafa lengi verið helstu loftslagsbandíttarnir en Ástralar eru nú að taka við þeim titli.
„Af þróuðu ríkjunum hefur Ástralía tekið sér stöðu í neðsta sæti hvað varðar umhverfismál. Landið verðu varla mjög sýnilegt í loftslagsviðræðunum,“ sagði Bas Eickhout, hollenskur þingmaður á Evrópuþinginu, í samtali við CNN.