fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Sáu „óvenjulegan lit“ við árbakkann – Brá mjög í brún þegar þeir sáu hvað þetta var

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 05:57

Börnin á árbakkanum. Mynd:U.S. Customs and Border Protection South Texas

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískir landamæraverðir voru á þriðjudaginn við eftirlit við Rio Grande nærri bænum Eagle Pass en hann er við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Þeir sigldu eftir Rio Grande og skyndilega sáu þeir „óvenjulegan lit“ á árbakkanum og fóru að sjálfsögðu nær til að kanna málið.

Þeim brá mjög í brún þegar þeir komu nær og sáu að tvö lítil börn voru þar. Þau höfðu verið skilin eftir. U.S. Customs and Border Protection skýrir frá þessu í fréttatilkynningu og birtir mynd af börnunum og staðnum þar sem þau fundust.

Börnin voru að sjálfsögðu strax flutt á öruggan stað þar sem þau fá nauðsynlega umönnun. Í burðarstól yngra barnsins fundu landamæraverðirnir miða þar sem stóð að um tveggja ára stúlku og þriggja mánaða dreng frá Hondúras væri að ræða. Þau eru systkini.

Mikil leit var gerð á svæðinu en fleira fólk fannst ekki.

Börnunum heilsast vel og þurftu ekki á læknisaðstoð að halda. Ekki er vitað hvað varð um foreldra þeirra eða hversu lengi þau voru á árbakkanum. Næsta verkefni bandarískra yfirvalda er að taka ákvörðun um framtíð barnanna, hvort þau fái að vera áfram í Bandaríkjunum eða hvort þau verði send aftur til Hondúras.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi á afmælinu sínu

Tekinn af lífi á afmælinu sínu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina

Rex Heuermann ákærður fyrir sjöunda morðið – Hin látna fannst bæði í Manorville og við Gilgo-ströndina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót

Harðar lottódeilur – Vann 28 milljarða og krefst 28 milljarða í viðbót
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“

Skelfilegt val móður – „Ég varð að velja hvorum syni mínum ég vildi bjarga“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér

Þessar matvörur skemma svefninn fyrir þér