Almennt eru erfðaskrár opinber gögn í Bretlandi en það á ekki við í þessu tilfelli. Samkvæmt úrskurði dómstólsins verður erfðaskráin varðveitt innsigluð næstu 90 árin hið minnsta og fær almenningur ekki aðgang að henni né fjölmiðlar.
Úrskurðurinn byggist á lagaákvæði frá 1910 um erfðaskrár konungsfjölskyldunnar.
Í úrskurðarorði segir að þörf sé á að vernda einkalíf konungsfjölskyldunnar til að tryggja virðingu drottningarinnar og nánustu ættingja hennar.
Ekki verður gert afrit af erfðaskránni sem verður geymd á leynilegum stað.
Philip lést í aprí 99 ára að aldri. Hann og Elísabet höfðu verið gift í um sjötíu ár þegar hann lést. Útför hans fór fram frá St. Georges kapellunni í Windsorkastala.