fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Pressan

Lést eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 17. september 2021 06:59

Breskir sjúkraflutningamenn að störfum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar er mikið álag á heilbrigðiskerfið í Skotlandi, þar á meðal sjúkraflutninga. Nýlega lést 65 ára eftirlaunaþegi eftir að hafa beðið eftir sjúkrabíl í 40 klukkustundir. Dagblaðið The Herald segir að hægt hefði verið að bjarga lífi mannsins ef sjúkrabíllinn hefði komið fyrr. Læknir hans hafði gert neyðarvörðum, sem svara símtölum á því svæði sem maðurinn bjó á, viðvart um að heilsufar hans væri krítískt.

Skoska sjúkrabílaþjónustan segist ætla að setja sig í samband við fjölskyldu mannsins og biðjast afsökunar á hversu langan tíma það tók að senda sjúkrabíl til mannsins.

En þetta mál er ekki einstakt því í bænum Kilwinning þurfti maður einn að fara þrisvar sinnum á sjúkrahús á einni viku vegna nýrnavandamála. Lengst þurfti hann að bíða í 23 klukkustundir eftir sjúkrabíl og í annað skipti kom hann ekki fyrr en eftir 11 klukkustundir. „Það vantar útlim á manninn minn og ég ætlaði að taka hann með í bílnum okkar en læknirinn réði okkur frá því, sagði að það þyrfti að flytja hann með sjúkrabíl því heilsa mannsins míns gæti skyndilega versnað. Á ákveðnum tímapunkti þraut heppni okkar,“ sagð eiginkonan, Evelyn, í samtali við BBC.

Hún sagði að þegar hún og maðurinn komu á sjúkrahús í sjúkrabíl í eitt sinn hafi níu sjúkrabílar beðið í röð eftir að komast að til að skila sjúklingum af sér.

Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, sagði í samtali við BBC að um allan heim glími ríkisstjórnir við blöndu margra kórónuveirutilfella og mikils álags á sjúkrahúsin. Hún sagði að skoska ríkisstjórnin muni reyna að finna lausn á málunum og horfi meðal annars til þess að fá aðstoð frá hernum við sjúkraflutninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu

Gervihnattarmynd varpar ljósi á stóra framkvæmd í Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!

Þessi vélmenni eru raunveruleg og gætu orðið hluti af hversdeginum á komandi árum – Sjáðu ótrúleg myndbönd!
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap

Varaforseti Bandaríkjanna sagður hafa orðið sér til skammar með klaufaskap
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband

Hegðun fílanna í dýragarðinum í San Diego eftir skjálftann í gær vekur athygli – Myndband
Pressan
Fyrir 6 dögum

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?

Eru þetta vonarstjörnur vonlausra demókrata?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana

Leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana