Sky News skýrir frá þessu. Male segir að opinber gögn í Bretlandi sýni ekki tengsl á milli breytinga á tíðahring kvenna og bóluefna gegn kórónuveirunni þar sem fáar tilkynningar hafi borist. Í skoðanagrein í British Medical Journal segir hún að breytingar á tíðahring hafi ekki verið tengdar við eitt bóluefni frekar en önnur því tilkynningar hafi borist frá konum sem fengu bóluefni frá Pfizer/BioNTech, Moderna og AstraZeneca.
Hún segir að ef tengsl séu á milli bóluefnanna og truflana á tíðahringnum þá „sé það líklega afleiðing af viðbrögðum ónæmiskerfisins við bólusetningu frekar en við ákveðnum efnum í bóluefninu“. Hún segir einnig að rannsókna sé þörf á þessu til að öðlast skilning á af hverju þetta gerist.
Hún segir einnig í greininni að ekkert hafi komið fram sem styðji sögur um að fólk verði ófrjótt við að láta bólusetja sig.