„Þetta er enn einn glæsilegur áfanginn í baráttu okkar við hryðjuverkahópa í Sahel. Hugur okkar er í kvöld hjá öllum þeim hetjum sem létu lífið fyrir Frakkland í Sahel, fjölskyldum þeirra og hinum særðu. Fórnir þeirra voru ekki til einskis,“ skrifaði Macron.
Sahrawi var leiðtogi Íslamska ríkisins í Sahel, sem er í vesturhluta Afríku. Samtök hans stóðu fyrir mannskæðum árásum á bandaríska hermenn fyrir fjórum árum. Í ágúst á síðasta ári fyrirskipaði Sahrawi morð á sex frönskum hjálparstarfsmönnum og bílstjóra þeirra í Níger.
Frakkar tilkynntu nýlega að þeir ætli að draga úr hernaðarumsvifum sínum í Sahel og ætla þeir að fækka hermönnum sínum þar um rúmlega 2.000 en þar hafa um 5.100 franskir hermenn barist gegn hryðjuverkasamtökum. Þar eru samtök sem tengjast Íslamska ríkinu og önnur sem tengjast al-Kaída.
Bandarísk yfirvöld höfðu heitið 5 milljónum dollara í verðlaun fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku eða dráps á Sahrawi.