fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Dularfullt morðmál tekur algjörlega nýja stefnu – Mæðgin myrt – Ungmenni létust – Morðtilraun

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 06:05

Murdaugh-fjölskyldan. Buster, Maggie, Paul og Alex. Mynd:Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júní fann Alex Murdaugh, þekktur lögmaður í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, eiginkonu sína og son látin í veiðihúsi fjölskyldunnar. Þau höfðu verið skotin til bana. Málið er óleyst og lögreglan virðist ekki vera nær því að leysa það en í upphafi þess.  Nú hefur málið tekið nýja og óvænta stefnu.

Eins og kom fram í nýlegri umfjöllun DV um málið þá var Alex Murdaugh skotinn í höfuðið þann 4. september. Hann hafði stöðvað á fáförnum þjóðvegi í Hampton County til að skipta um dekk. Þá var bíl ekið upp að bíl hans og hann skotinn í höfuðið af ökumanninum sem ók síðan á brott í skyndi.

Á einhvern ótrúlegan hátt lifði Alex skotárásina af því kúlan virðist hafa hrokkið af höfuðkúpu hans.

Á þriðjudaginn tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið Curtis Edward Smith grunaðan um að hafa skotið Alex. En þar flækist málið eiginlega enn frekar því lögreglan telur að Alex hafi ráðið Curtis til þess að ráða hann af dögum. Curtis er því grunaður um að hafa ætlað að aðstoða Alex við að fremja sjálfsvíg. Að auki er hann grunaður um tryggingasvik og fleiri brot.

Curtis Edward Smith. Mynd:Colleton County Sheriffs Office

Alex Murdaug á einnig kæru yfir höfði sér fyrir sömu brot því hann er grunaður um að hafa ráðið Curtis til að ráða sig af dögum til að eftirlifandi sonur hans fengi líftryggingu hans upp á 10 milljónir dollara greidda.

NPR segir að Alex hafi látið Curtis hafa byssu og hann hafi síðan ekið á eftir Alex þar til hann stöðvaði á fáfarna þjóðveginum. Eftir að hafa skotið Alex ók Curtis á brott og losaði sig við byssuna.

Lögreglan segir að Alex hafi á mánudaginn játað að hafa reynt að láta myrða sig. Curtis játaði við yfirheyrslu að hafa verið ráðinn til starfa af Alex. NPR segir að dómsskjöl sýni að Alex hafi verið verjandi Curtis árið 2013 fyrir dómi vegna hraðaksturssektar.

En þessi nýja þróun í málinu hefur ekki varpað ljós á af hverju eða hver eða hverjir myrtu eiginkonu Alex, Maggie Murdaugh, og son þeirra, Paul Murdaugh. Þau höfðu bæði verið skotin margoft.

Tveimur dögum eftir morðin tilkynnti Alex að hann væri farinn í meðferð því hann glímdi við ópíóíðafíkn. Hann bað fjölskyldu sína afsökunar og sagðist ætla að hætta störfum hjá PMPED lögmannsstofunni. Nokkrum klukkustundum síðar tilkynnti lögmannsstofan að Alex hefði verið rekinn úr starfi því hann hefði dregið sér fé úr sjóðum hennar. Ekki hefur verið skýrt frá um hversu háa upphæð er að ræða.

Lögreglan rannsakar nú hvort morðin á mæðginunum tengist bátaslysi árið 2019 þegar ung kona lést. Paul Murdaugh var þá grunaður um að hafa verið við stjórn bátsins og hafi valdið dauða konunnar. Lögreglan rannsakar einnig hvort dauði ungs manns árið 2015 tengist morðunum en hann fannst látinn í vegkanti nærri heimili Murdaugh-fjölskyldunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma