fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Andrew prins undirbýr sig undir það versta – Búinn að ráða stjörnulögfræðing

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. september 2021 06:59

Andrew prins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bretaprins hefur ráðið einn af helstu stjörnulögfræðingum Hollywood til að annast mál sitt er varðar meint kynferðisbrot. Virginia Giuffre hefur höfðað einkamál á hendur prinsinum fyrir meint kynferðisbrot hans gegn henni þegar hún var barn að aldri.

Daily Mail segir að samkvæmt dómsskjölum hafi prinsinn ráðið Andrew Brettler til starfa en hann hefur unnið mikið að málum er varða kynferðisofbeldi.

Giuffre sakar prinsinn, sem er þriðja barn Elísabetar II drottningar, um að hafa brotið gegn henni kynferðislega þegar hún var 17 ára en samkvæmt bandarískum lögum þá var hún barn að aldri. Hún sakar prinsinn um að hafa brotið gegn henni í Lundúnum, New York og á einkaeyju barnaníðingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafi. Epstein seldi aðgang að henni á þessu tíma en hann stundaði mansal og barnaníð. Andrew prins vísar öllum þessum ásökunum á bug.

Það fyrsta sem bandarískir dómstólar verða að taka afstöðu til er hvort rétt hafi verið staðið að afhendingu stefnunnar í málinu en samkvæmt bandarískum lögum verður að afhenda hinum stefnda stefnuna persónulega. Andrew reyndi vikum saman að komast undan því að taka við henni og faldi sig í höllum konungsfjölskyldunnar. Lögmenn Giuffre segja að á endanum hafi tekist að afhenda honum stefnuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga