Þetta segir Anne Kirstine Cramon samskiptaráðgjafi og pistlahöfundur í pistli sem birtist í Berlingske. Pistillinn ber fyrirsögnina: „Ef þú bakar fyrir vinnufélagana verður þú aldrei yfirmaður.“
Í pistlinum lýsir hún því af hverju konur eiga að halda sig frá því að fara með bakkelsi í vinnuna. Hún segir meðal annars að þær vinni sé ekki stöðu sem faglega sterkir og hæfir starfsmenn heldur fái þær stöðu „huggulegu“ týpurnar sem sér um samstarfsfólk sitt. Hún skrifaði einnig um málið á Facebook.
Í samtali við B.T. sagðist hún meðvituð um að einhverjir hugsi með sér að hún sé nú of grimm en þetta snúist ekki um kökurnar heldur svolítið meira og mikilvægara: Hvernig konur skapi sér ákveðna stöðu á vinnustað sínum.