fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Geymdi lík móður sinnar í kjallaranum í rúmlega eitt ár

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 06:07

Kjallari. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurríska lögreglan heimsótti nýlega 66 ára mann sem býr í Innsbruck. Í kjallaranum hjá honum fann lögreglan uppþornað lík móður hans sem lést fyrir rúmlega ári síðan. Hún var 89 ára þegar hún lést og þjáðist af vitglöpum.

The Guardian segir að maðurinn hafi ákveðið að geyma móður sína í kjallaranum til að halda áfram að fá bæturnar sem hún fékk frá hinu opinbera vegna veikinda sinna.

Maðurinn játaði að hafa fryst móður sína þegar hún lést. Síðan vafði hann líkið inn í grisjur og önnur efni til að taka við þeim vökva sem kom úr líkinu.

Hann hélt síðan áfram að fá bætur móður sinnar sendar með pósti í hverjum mánuði. En nýráðinn póstbera fór að gruna að ekki væri allt eins og það átti að vera og bað um að fá að hitta móðurina en því hafnaði maðurinn. Póstberinn tilkynnti lögreglunni því um grun sinn.

Maðurinn hafði fengið 50.000 evrur í bætur frá því að móðir hans lést í júní 2020.

Krufning leiddi í ljós að móðirin lést af eðlilegum orsökum. Sonurinn hefur verið kærður fyrir fjársvik og ósæmilega meðferð á líki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára

Hér átti merkur atburður sér kannski stað fyrir 1,5 milljónum ára
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja