fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bresk sjúkrahús eiga á hættu að yfirfyllast af COVID-19 sjúklingum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 08:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveirusmitum fer fjölgandi í Bretlandi og fjöldi COVID-19 sjúklinga á sjúkrahúsum hefur ekki verið meiri síðan 11. mars síðastliðinn. Á síðustu dögum fjölgaði innlögðum COVID-19 sjúklingum um rúmlega 1.000 og á annað hundrað hafa látist. BBC segir að um 1.000 af þeim rúmlega 8.000 COVID-19 sjúklingum sem liggja á sjúkrahúsum séu í öndunarvél.

Samkvæmt nýjustu tölum þá greindust að meðaltali rúmlega 36.500 smit á dag í síðustu viku. Það er Deltaafbrigðið sem leikur lausum hala og veldur þessum mikla fjölda smita. Ríkisstjórnin felldi allar sóttvarnaaðgerðir úr gildi í lok júlí og því er lítið sem heldur aftur af útbreiðslunni.

Samkvæmt greiningu greiningarfyrirtækisins Airfinity þá þurfa dagleg smit að verða 50.500 áður en sjúkrahúsin eiga á hættu að yfirfyllast. Telur fyrirtækið að sá fjöldi smita verði orðin staðreynd í nóvember ef þróunin heldur áfram á sama veg og nú.

Ríkisstjórnin hefur hafnað því að grípa til harðra lokana á samfélaginu í tvær vikur en útilokar ekki að grípa til sóttvarnaaðgerða á borð við grímuskyldu og félagsforðunar ef fjöldi smita leggst þungt á heilbrigðiskerfið.

The Independent hefur eftir talsmönnum opinbera heilbrigðiskerfisins, NHS, að þeir hafi áhyggjur af aukningu smita og þá sérstaklega í ljósi þeirra milljóna barna sem hafa nú snúið aftur í skóla að loknu sumarfríi og fullorðinna sem eru komnir aftur til starfa á vinnustöðum sínum.

Rúmlega sjö milljónir Breta hafa greinst með veiruna og 134.000 hafa látist. 89% af fólki eldra en 16 ára hefur fengið einn skammt af bóluefni og 80% tvo skammta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga