Hann verður seldur á uppboði síðar á mánuðinum og er áætlað að 300.000 evrur, sem svarar til um 45 milljóna íslenskra króna, fáist fyrir fjársjóðinn. CNN skýrir frá þessu.
Myntin var slegin á tímum Loðvíks XIII og Loðvíks XIV. Sú elsta er frá 1638 en sú yngsta frá 1692.
Höllin var byggð á þrettándu öld og var örugglega í eigu velstæðs fólks. Ekki er vitað hverjir áttu hana eða bjuggu í henni fyrr en frá og með lokum átjándu aldar og því er ekki vitað hver átti myntirnar upphaflega en ljóst má vera að viðkomandi hefur verið sterkefnaður.
Því sem fæst fyrir sölu þeirra á uppboðinu verður skipt á milli iðnaðarmannanna þriggja og eigenda hallarinnar.