Þegar vinnan við James Webb sjónaukann hófst var áætlað að kostnaðurinn við gerð hans yrði um 500 milljónir dollara og að hann yrði tilbúinn til notkunar 2007 en verkefnið hefur heldur betur dregist á langinn og kostnaðurinn er kominn í um 10 milljarða dollara.
Sjónaukinn er fullkomnasti geimsjónauki sögunnar. Honum verður skotið á loft með Ariane 5 geimflaug Evrópsku geimferðastofnunarinnar síðar á þessu ári. Eftir geimskotið mun það taka sjónaukann um mánuð að komast á lokabraut sína en hún verður í um 1,5 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðinni.