fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hlýjasti vetur sögunnar á Nýja-Sjálandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 11:00

Frá Nýja-Sjálandi. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýliðinn vetur var sá hlýjasti á Nýja-Sjálandi síðan mælingar hófust. Veturinn þar í landi er er í júní, júlí og ágúst. Meðalhitinn var 1,3 stigum yfir langtímameðaltali og hærri en gamla metið sem var sett á síðasta ári.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt tölum frá nýsjálensku veðurstofunni hafi meðalhitinn verið 9,8 stig sem er 0,2 stigum hærra en hitametið frá því á síðasta ári. Gögn um veðurmælingar á Nýja-Sjálandi ná aftur til 1909 en flestir hlýjustu vetranna hafa verið á síðustu árum.

Nava Fedaeff, veðurfræðingur, segir að auk loftslagsbreytinganna og hnattrænnar hlýnunar af hennar völdum hafi meira verið um að hlýir vindar hafi blásið úr norðri og sjávarhiti hafi verið hærri en venjulega síðasta vetur.

Hún sagði að hægt væri að rekja þennan hækkandi hita til magns koltvíildis í andrúmsloftinu en það hefur aukist úr 320 hlutum á hverja milljón fyrir 50 milljónum ára í um 412 hluta á hverja milljón í dag.

Hún sagði jafnframt að snjókoma hafi verið með minna móti á þessu ári á láglendi og lægri hæðum fjallshlíða. Þetta geti haft áhrif á landbúnað því minni snjór geri að verkum að minna bráðnar og rennur út í ár sem bændur nota.

Hún sagði að einnig hafi verið meira um öfgaveður, mikil flóð og mikla þurrka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar