fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Pressan

Hin dularfulla níunda pláneta sólkerfisins er hugsanlega nær okkur en við höldum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 12. september 2021 19:30

Hluti af alheiminum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er talið útilokað að í útjaðri sólkerfisins okkar sé að finna plánetu sem væri þá níunda pláneta sólkerfisins. Eftir að Plútó var „lækkuð“ í tign árið 2006 eru átta plánetur í sólkerfinu en ýmislegt bendir til að níunda plánetan leynist í útjaðri sólkerfisins. Ef svo er þá er þessi pláneta hugsanlega fimm til sex sinnum þyngri en jörðin.

„Þetta er kenning en það er hugsanlegt að þessi pláneta sé til,“ hefur Danska ríkisútvarpið eftir Kjartan Kinch, lektor í stjarneðlisfræði við Niels Bohr stofnun Kaupmannahafnarháskóla.

Þessi dularfulla pláneta hefur ekki enn sést í sjónaukum en ef hún er til þá finnum við hana kannski fyrr en áður hafði verið reiknað með. Það er að minnsta kosti mat vísindamanna við California Institute of Technology sem hafa birt nýja rannsókn um þessa dularfullu plánetu sem gengur undir nafninu Planet XNational Geographic segir að þeir hafi reiknað út að það taki þessa plánetu 7.400 ára að fara einn hring um sólina en ekki 18.500 ár eins og áður var talið. Þetta þýðir að plánetan er nær sólinn en áður var talið og því ætti hún að vera sýnilegri í stjörnusjónaukum.

Helsta áskorunin við að finna þessa plánetu með stjörnusjónaukum er fjarlægð hennar frá jörðinni en ef hún er nær en áður var talið þá aukast líkurnar á að hún finnist. „Ef útreikningar þeirra eru réttir og plánetan er til þá er ekki ólíklegt að við finnum hana á næsta áratug,“ er haft eftir Kinch.

Það eru átta þekktar plánetur í sólkerfinu. Þær eru Merkúr, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Neptúnus er fjærst sólinni en þegar braut hans liggur næst sólinni er fjarlægðin 4,46 milljarðar kílómetra. Vísindamennirnir við California Institute of Technology hafa reiknað út að Planet X sé í um 45 milljarða kílómetra fjarlægð frá sólinni.

Af hverju heldur fólk að níunda plánetan sé til?

Til að skilja af hverju vísindamenn telja að þessi dularfulla pláneta sé til verður að kíkja langt út í sólkerfið, út í dekkri hluta þess. Þar hafa vísindamenn uppgötvað margar dvergplánetur á síðustu 10 til 15 árum. Sumar þeirra eru nálægt Plútó en aðrar eru enn lengra frá sólinni og ganga á aflöngum brautum um hana. Þessar uppgötvanir áttu sinn þátt í að Plútó var á sínum tíma svipt titlinum sem pláneta og settur í flokk dvergpláneta. Ástæðan er að ef Plútó var pláneta þá áttu hinar dvergpláneturnar einnig að vera plánetur. En það var eitthvað skrýtið og dularfullt við þessar dvergplánetur því brautir þeirra um sólina eru undarlegar.

Ákveðið kerfi sást í hvernig brautir þeirra eru. Til dæmis halla þær í sömu átt og því telja vísindamenn að það hljóti að vera ákveðið afl í sólkerfinu sem togar í þær og gerir brautir þeirra aflangar og lætur þær halla í sömu átt. „Hér er hugmyndin að það sé stór pláneta, sem er hugsanlega enn fjær sólinni, sem hafi áhrif á brautir dvergplánetanna og stýri einfaldlega kerfinu. Þetta er í raun mjög skynsamleg skýring,“ er haft eftir Kinch.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi