fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Valdataka Talibana setur Pútín í erfiða stöðu í Mið-Asíu

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 11. september 2021 22:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn vafi á að valdataka Talibana í Afganistan færði Rússum stóran sigur í almannatengslamálum en aukinn óstöðugleiki í Mið-Asíu er hins vegar ákveðinn höfuðverkur fyrir Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, og ráðgjafa hans.

Á meðan Bandaríkin og vestrænir bandamenn þeirra voru í sviðsljósi heimspressunnar á meðan óskipulögð og niðurlægjandi brottflutningur herliðs og almennra borgara frá Kabúl stóð yfir nýttu rússneskir stjórnarerindrekar og ráðamenn tækifærið til að fagna þessu og benda á eigin ágæti.

Vestræn ríki hafa lokað sendiráðum sínum í Afganistan og hafa kallað starfsfólk þeirra heim en Rússar hafa ekki í hyggju að loka sendiráði sínu eða flytja rússneska ríkisborgara frá Afganistan.

Talibanar eru á lista rússneskra stjórnvalda yfir hryðjuverkasamtök en þrátt fyrir það hafa rússnesk stjórnvöld unnið að því að ná diplómatískum sáttum við þá og hafa kynnt sig sem hugsanlega sáttasemjara á milli Talibana og Vesturlanda.

Brotthvarf Vesturlanda frá Afganistan veitti Rússum einnig gott tækifæri til að halda einni vinsælustu gagnrýni sinni á Vesturlönd á lofti. „Enn einu sinn hefur verið reynt að þvinga gildum Vesturlanda upp á allan heiminn og um leið var algjörlega litið fram hjá þeim hefðum sem önnur ríki hafa lifað eftir í hundruð ára,“ sagði Sergej Lavrov, utanríkisráðherra, á fréttamannafundi.

En undir fögnuði Rússa leynast áhyggjur af afleiðingum valdatöku Talibana fyrir nágrannaríkin í Mið-Asíu og í versta falli Rússland sjálft. „Mesta hættan í Afganistan er ekki Talibanar. Það er ringulreið,“ sagði Ivan Konovalov, rússneskur hernaðarsérfræðingur, í samtali við vefmiðilinn Gazeta.ru.

Þrjú Mið-Asíuríki, sem voru hluti af Sovétríkjunum fram til 1991 og tengjast Rússum því ákveðnum böndum, eiga landamæri að Afganistan og eru því á hættusvæði ef átökin innanlands í Afganistan teygja sig út fyrir landamærin. Þetta eru Tadsíkistan, sem á 1.357 km landamæri að Afganistan, Túrkmenistan sem á 804 km landamæri að Afganistan og Úsbekistan með 144 km löng landamæri að Afganistan. Einræðisstjórnir ráða ríkjum í þessum þremur ríkjum.

Áhyggjurnar beinast aðallega að því hvort flóttamenn muni streyma til þessara ríkja og hvort öfgahyggja, eins og hugmyndafræði Talibana og Íslamska ríkisins byggir á, muni teygja sig til þeirra. Auk þess eru uppi áhyggjur af auknu smygli á eiturlyfjum og vopnum.

Hugmyndafræði Íslamska ríkisins hefur átt sér fylgjendur í fyrrgreindum Mið-Asíuríkjum og óttast margir að sá hópur muni nú jafnvel stækka.

Þegar Talibanar voru síðast við völd áttu samtökin í nánu samband við al-Kaída og Íslömsku hreyfinguna í Úsbekistan en hún starfaði þvert á landamæri.

Brotthvarf Vesturlanda frá Afganistan skilur eftir ákveðið tómarúm hvað varðar völd á svæðinu en ólíklegt má telja að Pútín og hans fólk vilji fylla upp í þetta tómarúm. Rússar vita vel hversu erfiður stríðsrekstur er í Afganistan en hernám Sovétríkjanna í landinu varði í tæp 10 ár, því lauk 1989, og kostaði um 15.000 sovéska hermenn lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga