Þetta segir Paul Davies, prófessor, geimlíffræðingur og heimsfræðingur og forstöðumaður Beyond Center for Fundamental Concepts in Science hjá Arizona ríkisháskólanum. Hann segir að ef líf sé að finna á öðrum plánetum þá sé hugsanlegt að þar séu einnig veirur.
Hann segir að hugmyndir okkar um líf utan jarðarinnar nái allt frá örverum til þróaðra vitsmunavera sem eru hugsanlega að senda okkur skilaboð um óravíddir geimsins. Hann segir að til að líf geti þrifist þurfi væntanlega að vera til flóra örvera og annarra smárra lífvera. Veirur, eða eitthvað sem gegnir svipuðu hlutverki, sé hugsanlega hluti af þeirri jöfnu. The Guardian skýrir frá þessu.