fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ný rannsókn – Deltaafbrigðið eykur líkurnar á sjúkrahúsinnlögn um 200% hjá óbólusettum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 10. september 2021 06:59

Deltaafbrigði kórónuveirunnar er bráðsmitandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar danskrar rannsóknar þá eykur smit með Deltaafbrigði kórónuveirunnar líkurnar á því að fólk þurfi að leggjast inn á sjúkrahús um 200% hjá þeim sem eru ekki bólusettir.

Það voru danska smitsjúkdómastofnunin, Statens Serum Institut, og Álaborgarháskóli sem stóðu að rannsókninni. Skýrt er frá henni á heimasíðu Statens Serum Institut.

Fram kemur að líkurnar á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús vegna kórónuveirusmits séu 201% meiri ef þeir eru smitaðir af Deltaafbrigðinu en ef þeir eru smitaðir af Alfaafbrigðinu.

Deltaafbrigðið, sem uppgötvaðist fyrst á Indlandi í desember á síðasta ári, er það afbrigði kórónuveirunnar sem ræður lögum og lofum í Danmörku en nær öll smit sem greinast eru af völdum Deltaafbrigðisins. Áður var það Alfaafbrigðið, áður þekkt sem breska afbrigðið, sem réði ríkjum.

Rannsóknin hefur verið birt í læknaritinu The Lancet.

Á heimasíðu Statens Serum Institut kemur fram að erlendar rannsóknir hafi sýnt svipaðar niðurstöður. Samkvæmt breskri rannsókn eru líkurnar á sjúkrahúsinnlögn óbólusettra 132% meiri ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu og kanadísk rannsókn sýndi 108% meiri líkur. Niðurstöður norskrar rannsóknar voru á hinn bóginn að ekki væru meiri líkur á að óbólusettir þurfi að leggjast inn á sjúkrahús ef þeir smitast af Deltaafbrigðinu.

Tyra Grove Krause, fagstjóri hjá Statens Serum Institut, segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi þess að fólk láti bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“