Málið hefur vakið töluverða reiði í Danmörku og þykir mörgum sem dýravelferð sé látin sitja á hakanum.
Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, vill að Rasmus Prehn, matvælaráðherra, grípi til aðgerða til að tryggja velferð hænsna. Hún sagði að þótt það þýði að eggjabakki kosti nokkrum krónum meira þá verði að gera það, neytendur vilji örugglega borga aðeins meira fyrir eggin sín ef hænurnar hafa það gott.
Ein af mögulegum lausnum sem vísindamennirnir leggja til er að láta hænur byrja að verpa síðar, þegar þær eru orðnar stærri, með því megi koma í veg fyrir megnið af meiðslum sem þessum.