The Guardian segir að flutningskeðjur hafi rofnað eftir að Víetnam, sem er annar stærsti útflytjandi kaffis í heiminum, herti sóttvarnaaðgerðir i höfuðborginni Ho Chi Minh City og setti á ákveðnar takmarkanir á sumum kaffiræktarsvæðum í miðju landinu.
Samtök víetnamskra kaffiframleiðenda hafa hvatt ríkisstjórnina til að slaka á sóttvarnaaðgerðunum í ljósi þess að erfitt hefur verið að koma kaffibaunum til hafna landsins.
Sóttvarnaaðgerðir voru settar á í júní í Ho Chi Minh City og í ágúst voru þær hertar enn frekar þar sem Deltaafbrigði veirunnar hefur sótt mjög í sig veðrið.