fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Þáttastjórnandi rekinn úr starfi – Sviðsetti nauðgun í þætti sínum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 1. september 2021 12:40

Yves de Mbella. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil reiði ríkir nú á Fílabeinsströndinni eftir að sjónvarpsstöð sýndi þátt þar sem karlkyns gestur var kynntur til sögunnar sem fyrrum nauðgari og var hann fenginn til að sýna hvernig hann hafði ráðist á fórnarlömb sín. Var dúkka notuð til að sýna fórnarlömbin. Þáttastjórnandanum hefur nú verið vikið frá störfum og sjónvarpsstöðin hefur beðist afsökunar á þættinum.

The Guardian skýrir frá þessu. Þátturinn var sýndur á mánudaginn, á besta útsendingartíma, á Nouvelle Chaine Ivorienne sjónvarpsstöðinni. Þátturinn vakti strax mikla reiði og á skömmum tíma skrifuðu 37.500 manns undir kröfu um að þáttastjórnandanum Yves de Mbella yrði vikið frá störfum. Hann er, eða var, mjög vinsæll sjónvarpsmaður.

Óháð eftirlitsnefnd með fjölmiðlum tilkynnti síðan að honum hefði verið vikið frá störfum vegna þáttarins þar sem skelfilegt orðbragð hafi verið viðhaft, nauðgun hafi verið sviðsett og konur hafi verið lítilsvirtar.

„Ég er miður mín yfir að hafa hneykslað fólk þegar ég var að reyna að vekja athygli á vandanum. Ég gerði mistök,“ skrifaði hann meðal annars á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga