Aftonbladet skýrir frá þessu.
Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að mennirnir hafi verið blekktir til að fara til Hjulsta undir því yfirskyni að þar ættu þeir að myrða einhvern. En í raun hafi verið um gildru að ræða þar sem setið var fyrir þeim og þeir skotnir.
Blaðið segir að átök eigi sér stað innan Filterlösa grabbar. Shottaz, og þar með Filterlösa Grabbar, eiga síðan í átökum við Dödspatrullen. Blaðið segir að sömu aðferð hafi verið beitt í Tensta fyrir nokkrum dögum þegar tveir ungir menn voru skotnir. Þeir héldu að þeir ættu að myrða einhvern en setið var fyrir þeim og þeir skotnir. Þeir voru íklæddir skotheldum vestum, hönskum og lambhúshettum. Það mál er talið tengjast átökum yngri hópa innan Shottaz og við Dödspatrullen. Á bak við þetta liggja átök um yfirráð yfir fíkniefnasölu en glæpagengin þéna mikið á sölu fíkniefna.