fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Annar banvænn faraldur herjar á Bandaríkin

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 8. ágúst 2021 18:00

Ópíóíðar eru stórhættulegir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári létust 30% fleiri af völdum of stórra skammta af fíkniefnum og lyfjum í Bandaríkjunum en árið á undan. Í heildina létust um 93.000 manns af þessum völdum. Á síðustu 20 árum hafa um 900.000 manns látist af völdum neyslu of stórra skammta.

Eins og má kannski segja eðlilegt þá var það heimsfaraldur kórónuveirunnar sem sjónir fólks beindust að á síðasta ári og því féll ofneyslufaraldurinn svolítið í skuggann. Um 380.000 Bandaríkjamenn létust af völdum COVID-19 á síðasta ári og 93.000 af völdum ofneyslu lyfja og/eða fíkniefna.

Samkvæmt tölum frá bandarísku smitsjúkdómastofnuninni CDC þá hafa um 900.000 Bandaríkjamenn látist af völdum neyslu of stórra skammta frá 1999. Um hálf milljón af þessum dauðsföllum tengist neyslu ópíóíða en það eru mjög sterk verkjastillandi lyf sem stóru lyfjafyrirtækin markaðssettu af miklum krafti í upphafi aldarinnar og lengi vel eftir það.

Á síðari árum hafa ýmsar takmarkanir verið settar á sölu og dreifingu þessar lyfja og því hafa margir snúið sér að neyslu heróíns og fentanýls í staðinn.

70% af öllum dauðsföllum af völdum of stórra skammta eru meðal fólks frá 25 ára aldri upp í 55 ára. Til samanburðar má nefna að 65 ára og eldri eru um 80% þeirra sem hafa látist af völdum COVID-19 í Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð