fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Sala á Carlsberg og Heineken hefur aukist í Mjanmar – Almenningur sniðgengur bjór frá hernum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 18:00

Tuborg frá Carlsberg er vinsæll í Mjanmar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að bjórmarkaðurinn í Mjanmar sé mjög góður fyrir danska framleiðendann Carlsberg og hollenska framleiðandann Heineken þessa dagana. Það sama gildir um taílenska framleiðandann Chang. Sala á bjór frá fyrirtækjunum hefur aukist mjög síðan herinn tók völdin í landinu þann 1. febrúar. Landsmenn sniðganga bjór frá verksmiðjum sem eru í eigu hersins til að láta óánægju sína með hann í ljós og því græða evrópsku framleiðendurnir.

Áður en herinn rændi völdum sátu brugghús í hans eigu að um 70% bjórmarkaðarins í landinu en nú er talið að hlutfallið sé komið undir 30% og aðrir heimildarmenn segja að samdrátturinn nemi 80-90% að sögn netmiðilsins Frontier Myanmar. Brugghús í eigu hersins framleiða meðal annars bjórtegundirnar Myanmar Beer, Andaman Gold og Black ShieldMyanmar Brewery er í eigu hersins og er óhætt að segja að landsmenn fyrirlíti fyrirtækið eftir valdaránið en fjöldi landsmanna hefur látið lífið eða slasast í óeirðum og mótmælum eftir það.

Carslberg og Heineken hafa látið lítið fyrir sér fara hvað varðar pólitísk málefni eftir valdaránið enda málið viðkvæmt og gæti haft mikil pólitísk áhrif á fyrirtækin ef þau blanda sér á einhver hátt í það.

En það virðist sem evrópsku brugghúsin og það taílenska njóti stuðnings almennings enda eru þau algjörlega óháð hernum fjárhagslega og koma hvergi nærri honum en hann teygir anga sína víða í efnahagslífi landsins.

Bjórsala fyrirtækjanna hefur aukist svo mikið að þau anna ekki eftirspurn. Kaupmenn segja að bjórinn frá fyrirtækjum hersins seljist ekki og þeir sitji uppi með mikið magn af honum. Bjórverð hefur hækkað um 10 til 20% vegna þess að brugghúsin anna ekki eftirspurn og glíma við skort á dósum og flöskum segir Frontier Myanmar.

Hinn vinsæli Yoma bjór frá Carlsberg fór að seljast enn betur eftir valdaránið og fljótlega skorti fyrirtækið dósir undir bjórinn. Því var byrjað að tappa honum á flöskur. Tuborg frá Carlsberg er einnig mjög vinsæll í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?