fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Aðeins bólusett fólk fær aðgang að veitingastöðum í New York

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 10:00

Gestir á Bocca di Bacco í New York munu þurfa að sýna bólusetningarvottorð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 13. september næstkomandi verður fólk að sýna gögn, sem sanna að það hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19, ef það vill fá aðgang að veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og álíka stöðum í New York borg. Þetta á við bæði um starfsfólk og gesti.

„Það er kominn tími til að fólk líti á bólusetningu sem nauðsyn til að geta lifað góðu og heilbrigðu lífi,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri, á þriðjudaginn þegar hann kynnti nýju reglurnar.

Bandaríkin takast nú á við nýja bylgju kórónuveirunnar eins og fleiri ríki gera einnig. Það er hið smitandi Deltaafbrigði sem fer mikinn þar og víðar um heiminn.

60% íbúa í New York hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni en í ákveðnum borgarhlutum er hlutfallið undir 60%.

Reiknað er með andstöðu og óánægju með kröfuna um að fólk þurfi að vera bólusett til að fá aðgang að hinum ýmsu stöðum. Svipaðar kröfur í Frakklandi hafi orðið tilefni mótmæla og átaka milli lögreglu og mótmælenda.

Bandaríska alríkisstjórnin og yfirvöld í sumum ríkjum hafa beðið opinbera starfsmenn um að láta bólusetja sig. Það sama hefur verið gert á sumum sjúkrahúsum og háskólum.

Á þriðjudaginn tilkynnti matvælafyrirtækið Tyson Foods að starfsmenn þess verði að láta bólusetja sig og er þar með stærsta bandaríska fyrirtækið sem hefur gert það að skilyrði til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“