fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Aðeins bólusett fólk fær aðgang að veitingastöðum í New York

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 10:00

Gestir á Bocca di Bacco í New York munu þurfa að sýna bólusetningarvottorð. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með 13. september næstkomandi verður fólk að sýna gögn, sem sanna að það hafi fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn COVID-19, ef það vill fá aðgang að veitingastöðum, líkamsræktarstöðvum og álíka stöðum í New York borg. Þetta á við bæði um starfsfólk og gesti.

„Það er kominn tími til að fólk líti á bólusetningu sem nauðsyn til að geta lifað góðu og heilbrigðu lífi,“ sagði Bill de Blasio, borgarstjóri, á þriðjudaginn þegar hann kynnti nýju reglurnar.

Bandaríkin takast nú á við nýja bylgju kórónuveirunnar eins og fleiri ríki gera einnig. Það er hið smitandi Deltaafbrigði sem fer mikinn þar og víðar um heiminn.

60% íbúa í New York hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni en í ákveðnum borgarhlutum er hlutfallið undir 60%.

Reiknað er með andstöðu og óánægju með kröfuna um að fólk þurfi að vera bólusett til að fá aðgang að hinum ýmsu stöðum. Svipaðar kröfur í Frakklandi hafi orðið tilefni mótmæla og átaka milli lögreglu og mótmælenda.

Bandaríska alríkisstjórnin og yfirvöld í sumum ríkjum hafa beðið opinbera starfsmenn um að láta bólusetja sig. Það sama hefur verið gert á sumum sjúkrahúsum og háskólum.

Á þriðjudaginn tilkynnti matvælafyrirtækið Tyson Foods að starfsmenn þess verði að láta bólusetja sig og er þar með stærsta bandaríska fyrirtækið sem hefur gert það að skilyrði til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna

Skilnaðurinn endaði með morði – Greip sverð og stakk konuna