Shirell Lackey, sem starfar hjá Waffle House keðjunni, er ein þeirra sem starfa við þjónustustörf og er ekki of sæl af launum sínum.
Nýlega var kántrítónlistarmaður, sem ekki hefur verið nefndur á nafn, gestur á veitingastaðnum þar sem Shirell starfar. Hann tók sérstaklega eftir henni en hún tók tvöfalda vakt þennan dag og hafði ungt barn sitt með í vinnuna til að geta litið eftir því.
Þegar kom að því að gera upp reikninginn, sem var upp á um 12 dollara bætti tónlistarmaðurinn 1.000 dollurum við í þjórfé. Að auki gaf hann Shirell tvo miða á tónleika sína. „Ég ber virðingu fyrir móður sem er reiðubúinn til að gera hvað sem er fyrir barn sitt í samfélagi þar sem fólk nennir ekki lengur að vinna,“ sagði Shirell að tónlistarmaðurinn hafi sagt.
$1,000 TIP: A country music star took notice — and left a $1,000 tip — when a Waffle House employee worked a double shift while taking care of her daughter https://t.co/djldc0HnOD #8NN
— 8 News NOW (@8NewsNow) July 30, 2021
Mikil umræða á sér einmitt stað í Bandaríkjunum þessa dagana um hvata fólks til að vinna. Margir telja að veitingastaðir og önnur fyrirtæki í þjónustugeiranum eigi erfitt með að finna starfsfólk því launin séu svo lág. Aðrir telja að þetta sé bara vegna þess að fólk sé svo latt.
Meðallaunin hjá Waffle House eru 3,05 dollarar á tímann.