fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Tónlistarmaður gaf þjónustustúlkunni ótrúlegt þjórfé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 18:00

Waffle House. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að laun margra, sem starfa við þjónustustörf í Bandaríkjunum, eru skelfilega lág. Margir þurfa því að treysta á að gestir gefi þeim þjórfé til að hífa launin upp. Að auki eru margir í fleiri en einu starfi til að hafa í sig og á.

Shirell Lackey, sem starfar hjá Waffle House keðjunni, er ein þeirra sem starfa við þjónustustörf og er ekki of sæl af launum sínum.

Nýlega var kántrítónlistarmaður, sem ekki hefur verið nefndur á nafn, gestur á veitingastaðnum þar sem Shirell starfar. Hann tók sérstaklega eftir henni en hún tók tvöfalda vakt þennan dag og hafði ungt barn sitt með í vinnuna til að geta litið eftir því.

Þegar kom að því að gera upp reikninginn, sem var upp á um 12 dollara bætti tónlistarmaðurinn 1.000 dollurum við í þjórfé. Að auki gaf hann Shirell tvo miða á tónleika sína. „Ég ber virðingu fyrir móður sem er reiðubúinn til að gera hvað sem er fyrir barn sitt í samfélagi þar sem fólk nennir ekki lengur að vinna,“ sagði Shirell að tónlistarmaðurinn hafi sagt.

Mikil umræða á sér einmitt stað í Bandaríkjunum þessa dagana um hvata fólks til að vinna. Margir telja að veitingastaðir og önnur fyrirtæki í þjónustugeiranum eigi erfitt með að finna starfsfólk því launin séu svo lág. Aðrir telja að þetta sé bara vegna þess að fólk sé svo latt.

Meðallaunin hjá Waffle House eru 3,05 dollarar á tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita