fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Pressan

Tónlistarmaður gaf þjónustustúlkunni ótrúlegt þjórfé

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 18:00

Waffle House. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekkert leyndarmál að laun margra, sem starfa við þjónustustörf í Bandaríkjunum, eru skelfilega lág. Margir þurfa því að treysta á að gestir gefi þeim þjórfé til að hífa launin upp. Að auki eru margir í fleiri en einu starfi til að hafa í sig og á.

Shirell Lackey, sem starfar hjá Waffle House keðjunni, er ein þeirra sem starfa við þjónustustörf og er ekki of sæl af launum sínum.

Nýlega var kántrítónlistarmaður, sem ekki hefur verið nefndur á nafn, gestur á veitingastaðnum þar sem Shirell starfar. Hann tók sérstaklega eftir henni en hún tók tvöfalda vakt þennan dag og hafði ungt barn sitt með í vinnuna til að geta litið eftir því.

Þegar kom að því að gera upp reikninginn, sem var upp á um 12 dollara bætti tónlistarmaðurinn 1.000 dollurum við í þjórfé. Að auki gaf hann Shirell tvo miða á tónleika sína. „Ég ber virðingu fyrir móður sem er reiðubúinn til að gera hvað sem er fyrir barn sitt í samfélagi þar sem fólk nennir ekki lengur að vinna,“ sagði Shirell að tónlistarmaðurinn hafi sagt.

Mikil umræða á sér einmitt stað í Bandaríkjunum þessa dagana um hvata fólks til að vinna. Margir telja að veitingastaðir og önnur fyrirtæki í þjónustugeiranum eigi erfitt með að finna starfsfólk því launin séu svo lág. Aðrir telja að þetta sé bara vegna þess að fólk sé svo latt.

Meðallaunin hjá Waffle House eru 3,05 dollarar á tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega

Þess vegna er gott að borða haframjöl daglega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins

Dýralæknar trúðu ekki eigin augum þegar þeir sáu hvað var í maga hundsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn

Þetta eru aukaverkanirnar sem Ozempic getur haft á líkama þinn
Pressan
Fyrir 1 viku

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 1 viku

Vendingar í máli bresku hjónanna sem fundust látin í Frakklandi

Vendingar í máli bresku hjónanna sem fundust látin í Frakklandi