fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hasssmyglarar plataðir upp úr skónum – Aðrir glæpamenn sviku þá illilega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 16:15

Hass. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðlimir í dönsku smyglgengi, sem er talið hafa smyglað um einu tonni af hassi til Svíþjóðar, voru plataðir illilega af kaupanda í Svíþjóð sem keypti að minnsta kosti 30 kíló. Tveir sendlar smyglgengisins afhentu Svíunum hassið í Svíþjóð og fengu greiðslu upp á 1,1 milljón sænskra króna fyrir. En síðar kom í ljós að þeir höfðu verið plataðir upp úr skónum því næstum öll upphæðin var ekkert annað en verðlaus pappír.

Þetta kom fram fyrir undirrétti í Kaupmannahöfn á mánudaginn þegar krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald yfir 24 ára manni var tekin fyrir. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og er sjöundi meðlimur smyglgengisins sem er úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ekstra Bladet skýrir frá þessu.

Blaðið segir að maðurinn sé grunaður um að hafa farið tvær ferðir til Svíþjóðar með að minnsta kosti 30 kíló af hassi í hvort sinn. Í félagi við annan mann hitti hann sænskan kaupanda hassins í Svíþjóð og afhenti honum það og fékk greitt fyrir í reiðufé. Talsmaður lögreglunnar staðfesti að lögreglan telji að mennirnir hafi verið plataðir í tengslum við afhendingu á annarri sendingunni og hafi fengið verðlausan pappír í stað peningaseðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim

Hamas sleppti gíslum og leysti þá út með gjafapokum – Þetta var í þeim
Pressan
Í gær

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“

Bað unnustuna að láta sig vita ef henni seinkaði heim úr vinnu – „Viðbrögð hennar komu mér á óvart“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf

Óvenjuleg ofnæmiskast – Hnetuofnæmið vaknaði þegar hún stundaði kynlíf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu að borða til að sofa betur

Þetta áttu að borða til að sofa betur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum