Aðspurður um líðan sína sagði Bill að skilnaðurinn markaði sorgleg tímamót. Melinda væri góð manneskja og það að binda enda á hjónaband þeirra hefði mikla sorg í för með sér. „Við tölum saman og vinnum saman í sjóðnum og við munum reyna að halda því áfram,“ sagði og átti þar við samstarf þeirra í mannúðarsjóði þeirra, Bill and Melinda Gates Foundation.
Cooper fór síðan inn á umfjallanir New York Times og Wall Street Journal um að Melinda hafi haft áhyggjur af því að Bill umgekkst barnaníðinginn Jeffrey Epstein sem hafði þá hlotið dóm fyrir að hafa selt unglingsstúlku í vændi. „Getur þú útskýrt samband þitt við Epstein? Hafðir þú áhyggjur af því?“ spurði Cooper.
„Auðvitað. Ég snæddi oft með honum því ég vonaðist til þess að það sem hann sagði um að gefa milljarða til mála tengdum alþjóðarheilbrigðismálum myndi rætast en þegar það stefndi í að ekkert yrði af því sleit ég þessu,“ svaraði Bill og bætti við: „En það voru mikil mistök að umgangast hann og veita honum trúverðugleika með nærveru minni. Það voru margir aðrir í þessari sömu stöðu en ég gerði mistök.“