CNN segir að eldingunni hafi slegið niður þegar báturinn var að leggja að bryggju í Shibqani þar sem gestirnir ætluðu heim til föður brúðarinnar.
Fjórtán voru fluttir á sjúkrahús að sögn talsmanns slökkviliðsins. Brúðguminn var meðal þeirra slösuðu.
Eldingar verða mörg hundruð manns að bana í Bangladess árlega. Yfirvöld lýstu eldingar sem náttúruhamfarir árið 2016 eftir að rúmlega 200 manns létust í maí, þar af 82 á einum og sama deginum.
Flestum eldingum slær niður frá mars og fram í júlí en þá er hlýjast í landinu. Sérfræðingar segja að eldingum, sem lendi í byggð, hafi fjölgað og sé það vegna þess að mikið hafi verið gengið á skóglendi en með því hafi mörg há tré verið felld en þau drógu eldingar til sín áður.