fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Ný þrívíddarmynd frá NASA af yfirborði Mars

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. ágúst 2021 07:15

Svona lítur yfirborðið út í þrívídd. Mynd:NASA/JPL-Caltech

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsfólk bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hefur gert nýja þrívíddarmynd af yfirborði Mars en hún er gerð út frá myndum sem þyrlan Ingenuity tók af yfirborðinu. Ingenuity er „geimþyrla“ NASA sem kom til Mars í febrúar með geimfarinu Perseverance.

Þyrlan fór í sitt fyrsta flug um miðjan apríl. Í júlí fór hún í sitt flóknasta flug til þessa en þá fór hún upp í 12 metra hæð, sem er mesta hæðin sem hún hefur farið í, og breytti fjórum sinnum um stefnu og tók 10 ljósmyndir í lit.

Út frá þessum myndum unnu verkfræðingar og fleiri hjá NASA þrívíddarmynd af yfirborði plánetunnar. Nokkrar hæðir, sem sjást á myndinni, fönguðu sérstaklega athygli vísindamannanna. „Í þrívídd er næstum eins og maður geti teygt höndina út og snert hæðirnar,“ er haft eftir Kevin Hand, vísindamanni hjá NASA, í fréttatilkynningu frá stofnuninni. Hann sagði einnig að vegna þess að um þrívíddarmynd er að ræða sé hægt að sjá smáatriði sem annars væri erfitt að sjá.

„Við nánari skoðun sér maður undarlegar línur á yfirborði margra steina. Eru það vindur og ryk sem hafa gert þessar línur eða er það hluti af sögunni um að vatn hafi verið á Mars? Það vitum við ekki enn,“ sagði hann.

Perseverance er á ferð um yfirborð Mars og tekur sýni af jarðvegi og steinum. Þessi sýni verða geymd og síðar sótt af geimfari. Ingenuity, sem er aðeins 1,8 kíló, flýgur fram og aftur og tekur myndir af yfirborðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð