fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Útgöngubann í kínverskum bæjum og borgum vegna kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 06:26

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir Kínverja búa nú við útgöngubann á meðan yfirvöld reyna að halda aftur af útbreiðslu kórónuveirunnar skæðu sem herjar á heimsbyggðina. Það er Deltaafbrigði hennar sem gerir Kínverjum lífið leitt þessa dagana. Stefna kínverskra stjórnvalda hefur verið að halda smitum í núlli en sú stefna er nú undir miklum þrýstingi vegna Deltaafbrigðisins.

The Guardian skýrir frá þessu. Á mánudaginn voru 55 ný tilfelli skráð í yfirstandandi faraldri sem hefur nú náð til rúmlega 20 bæja og borga.

Í mörgum stórum borgum ætla yfirvöld nú að taka sýni úr milljónum íbúa, þar á meðal í Peking. Á meðan eru bæir og borgir í sóttkví og það sama á við um þá sem hafa verið í samskiptum við smitaða.

Allar ferðir járnbrautalesta, strætisvagna og flugvéla til svæða þar sem smit hafa komið upp hafa verið stöðvaðar. Einnig hefur verið lokað algjörlega á ferðir ferðamanna til og frá þessum svæðum.

Í Zhuzhou í Hunan-héraði þurfa allir íbúarnir, sem eru 1,2 milljónir, að halda sig heima við þar til á fimmtudag.

Kínversk yfirvöld hafa lengi stært sig af góðum árangri í baráttunni við veiruna sem kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í lok árs 2019. En yfirstandandi faraldur ógnar þessum árangri. Hann hófst með níu ræstitæknum sem greindust með smit eftir að hafa unnið á alþjóðaflugvellinum í Nanjing.

Á síðustu tveimur vikum hafa um 430 smit greinst í landinu en þar búa 1,4 milljarðar svo hlutfallið er ekki hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga