fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Pressan

Séra Thomas dæmdur í 15 ára fangelsi fyrir morðið á Mariu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 05:55

Maria From Jacobsen. Mynd úr einkasafni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær dæmdi dómstóll í Hillerød í Danmörku Thomas Gotthard, 45 ára sóknarprest, í 15 ára fangelsi fyrir morðið á Mariu From Jakobsen sálfræðingi, sem var eiginkona hans. Thomas játaði að hafa orðið henni að bana og að hafa síðan reynt að losa sig við líkið.

Thomas var einnig sviptur erfðarétti eftir Mariu og hann þarf að greiða báðum börnum þeirra bætur.

Morðið átti sér stað 26. október á síðasta ári, skömmu eftir að Maria hafði ekið börnum þeirra hjóna í skóla. Í heila viku hafði Thomas unnið að undirbúningi morðsins. Hann var ástfanginn af annarri konu en vildi ekki skilja í annað sinn á ævinni en vildi um leið losna við eiginkonu sína.

Hjónin höfðu glímt við erfiðleika í hjónabandinu um skeið og var samband þeirra slæmt þegar hér var komið við sögu. Þegar Maria var komin heim lamdi Thomas hana með steini í hnakkanna, eins fast og hann gat sagði hann fyrir dómi. Því næst hélt hann fyrir augu hennar, nef og munn þar til hún kafnaði.

Thomas Gotthard. Mynd:Danska lögreglan

Næstu daga reyndi hann að leysa lík hennar upp í ýmsum efnum en það tókst ekki að fullu. Því næst hlutaði hann líkið í sundur og brenndi og gróf síðan restina nærri brú í Sundbylille.

Hann tilkynnti lögreglunni síðan um hvarf Mariu og sagði hana hafa farið að heiman í slæmu andlegu ástandi og gaf til kynna að hún hefði verið í sjálfsvígshugleiðingum. Umfangsmikil leit lögreglunnar að Mariu bar ekki árangur og rannsókn málsins miðaði hægt en að lokum var Thomas handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Mánuðum saman vildi hann ekkert við málið kannast en fyrr í sumar játaði hann loks að hafa myrt Mariu og vísaði lögreglunni á staðinn þar sem hann gróf líkamsleifar hennar.

Hann átti lokaorðin fyrir dómi í gær: „Ég drap Mariu. Ég tók sjálfur þá ákvörðun um að taka líf hennar. Ég svipti börnin mín stærstu ástinni í lífi þeirra. Ég á sök á miklum harmleik. Daglega óska ég þess að þetta hefði ekki gerst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Í gær

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“

Myndbirting Madonnu vekur reiði – „Klikkað virðingarleysi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“

Hinsta gjöf eiginkonunnar – „Litlar líkur eru á að ég lifi ein jól enn“