fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

„Ímyndið ykkur bara ef þetta væri partýið hans Trump“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 06:03

Hér heilsast Obama og Trump í janúar 2017. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ímyndið ykkur bara ef þetta væri partýið hans Trump,“ þetta skrifaði Andy Biggs, þingmaður Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, í kjölfar frétta um að Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, ætli að halda upp á sextugsafmæli sitt og hafi boðið um 700 manns í veisluna.

Obama hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir að ætla að halda veisluna og er ástæðan sú mikla sókn sem Deltaafbrigði kórónuveirunnar er í þessa dagana í Bandaríkjunum. Málið er svo mikið rætt að fulltrúar Hvíta hússins hafa þurft að svara spurningum um veisluna

Á fréttamannafundi í Hvíta húsinu var Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Joe Biden, núverandi forseta, spurð hvort Obama væri ekki að senda frá sér slæm skilaboð um alvarleika heimsfaraldursins með því að halda svona stóra veislu. „Ég vil vísa þessu til starfsliðs Barack Obama sem getur veitt frekar upplýsingar um ráðstafanirnar í tengslum við veisluna,“ sagði Psaki og bætti við að Obama hafi verið ákafur talsmaður þess að fólk láti bólusetja sig. Þess utan verði veislan utanhúss og gestirnir fari í skimun við komuna.

Nicole Malliotakis, Repúblikani, sagði í samtali við New York Post að afmælisveislan sýni tvískinnung Demókrata. Ef það væri Donald Trump sem væri að halda slíka veilsu myndu vinstri menn slátra honum að hennar sögn.

Veislan verður haldin í glæsihöll á Martha‘s Vineyard í Massachusetts. Meðal boðsgesta verða Oprah WinfreySteven Spielberg og George ClooneyObama á afmæli í dag en veislan verður haldin um komandi helgi.

Ný bylgja kórónuveirunnar hefur lagst þungt á Bandaríkin og fjöldi innlagna á sjúkrahús er sá mesti síðan síðasta sumar. Í Flórída liggja rúmlega 10.000 COVID-19 sjúklingar á sjúkrahúsum núna en um 22 milljónir búa í ríkinu. Í Louisiana hefur ríkisstjórinn ákveðið að gera kröfu á nýjan leik um notkun andlitsgríma innanhúss vegna fjölgunar COVID-19 sjúklinga. Í Arkansas hafa COVID-19 sjúklingar aldrei verið fleiri en nú á sjúkrahúsum ríkisins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn