fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Pressan

Hún sagðist vera þolfimikennari frá Liverpool – Þræðirnir lágu víðsfjarri Liverpool

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 06:59

Þetta leit vel út á yfirborðinu. Mynd:Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ímyndaðu þér að ókunnug kona sendi þér skilaboð á Facebook. Hún er falleg, hún daðrar og með fjölda samtala byggist samband ykkar upp og á endanum tekur rómantíkin völdin. En hver verða viðbrögð þín mörgum mánuðum síðar þegar í ljós kemur að hún er ekki sú sem hún sagðist vera?

Hvað ef hún var aðeins púsl í tilraunum erlendra tölvuþrjóta við að komast yfir mikilvægar upplýsingar af vinnustað þínum sem vinnur með viðkvæmar upplýsingar fyrir varnarmálaiðnaðinn?

Þessu lenti ónafngreindur breskur maður í. The Telegraph skýrir frá þessu. Fram kemur að konan hafi kynnt sig sem Marcella Flores og væri þolfimikennari í Liverpool. Þau skrifuðust á mánuðum saman og sambandið varð fljótlega rómantískt. En maðurinn vissi ekki að bak við myndina af dökkhærðu konunnin sat hópur útsmoginna íranskra tölvuþrjóta sem starfa fyrir klerkastjórnina þar í landi. Þeir höfðu aflað sér upplýsinga um manninn og vinnustað hans í gegnum þessi samskipti en hann starfar hjá bresku fyrirtæki sem selur ýmsan búnað sem er notaður við hergagnaframleiðslu. Þeim tókst meðal annars að lauma njósnaforriti í tölvu mannsins með því að senda honum það sem virtist vera skaðlaus rannsókn á matarvenjum en konan sendi honum hlekk á könnunina.

Tölvuöryggishópurinn Proofpoint Inc. segir að á bak við þetta íranski tölvuþrjótahópurinn TA456 staðið en hann er einnig þekktur undir nafninu Tortoiseshell.

Þessi aðgerð tölvuþrjótanna var hluti af stærri aðgerð sem beindist að litlum fyrirtækjum í flug- og hergagnaiðnaðinum í Bretlandi, Bandaríkjunum og á meginlandi Evrópu. Markmiðið var að komast inn í tölvukerfi stærri fyrirtækja í þessum geirum og afla upplýsinga um þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar

Forsætisráðherra Kanada stígur til hliðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann

Lýsir sorglegri sögu mannsins í Teslunni – Sá hluti sem höfðu mikil áhrif á hann