fbpx
Miðvikudagur 19.mars 2025
Pressan

Þekktur andstæðingur sóttvarnaaðgerða lést af völdum COVID-19 – Barðist gegn notkun andlitsgríma og bólusetningum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 16:30

Caleb Wallace. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn lést Caleb Wallace, þrítugur Texasbúi, af völdum COVID-19. Hann hafði verið meðvitundarlaus síðan 8. ágúst og verið í öndunarvél.  Caleb var þekktur baráttumaður fyrir „frelsi“ og barðist ötullega gegn því að fólk notaði andlitsgrímur en notkun þeirra hefur verið stór þáttur í sóttvarnaaðgerðum víða um heim.

„Óháð því hvort hann var harðlínu íhaldsmaður eður ei, þá var hann frábær maður,“ sagði Jessica Wallace, eiginkona hans, eftir andlát hans. Huffington Post og Daily News skýra frá þessu.

Samkvæmt fréttum miðlanna þá birti Jessica færslu á GoFundMe á laugardaginn þar sem hún bað um fjárframlög til að geta greitt reikninga sína eftir andlát eiginmannsins en þau eiga þrjár stúlkur saman.

Caleb var einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn því að fólk notaði andlitsgrímur. Hann sagðist sjálfur vera baráttumaður fyrir „frelsi“ og hann stóð fyrir fjölmennum samkomum í Texas þar sem hann reyndi að sannfæra samlanda sína um að nota ekki andlitsgrímur. Undir yfirskriftinni „COVID-harðstjórn“ gagnrýndi hann sóttvarnaaðgerðir, grímunotkun og bólusetningar.

Það var því enginn hægðarleikur að fá hann til að fallast á að fara á sjúkrahús eftir að hann veiktist af COVID-19. Hann reyndi þess í stað að ná heilsu með því að taka c-vítamín, sink, verkjatöflur og með ormalyfjum sem eru ætluð dýrum. Þetta sagði Jessica í samtali við Standard-Times. „Hann var svo þrjóskur. Hann vildi ekki fara til læknis því hann vildi ekki vera hluti af tölfræðinni fyrir skimanir,“ sagði hún.

Hún hefur sjálf notað andlitsgrímur en sagði að þau hafi elskað hvort annað þrátt fyrir mjög mismunandi pólitískar skoðanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni

Horfni háskólaneminn – Opinbera hvað kom fram í yfirheyrslu yfir unga manninum sem sást seinast með stúlkunni
Pressan
Í gær

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“

Niðurlægður með pínulitlum rauðum dregli – „Ég elska Kandabúa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós

Hún geymdi þúsundir barna í líkkistum – Þegar hún var handsömuð kom sannleikurinn í ljós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessar matvörur örva kynhvötina

Þessar matvörur örva kynhvötina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar

Bæjarstjórinn trompaðist vegna Óskarsverðlaunamyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél

Þetta eru mikilvægar reglur þegar þú borðar í flugvél