Hann skýrði nýlega frá þessu í samtali við New York Post. Hann sagði að konan hafi verið ósátt við hann vegna samnings hans við Reebok því henni þóttu skórnir frá fyrirtækinu vera svo dýrir. „Ég var með 2.000 dollara í veskinu mínu. Ég sagði við hana: „Það er ekki ég sem ræð verðinu,“ og ætlaði að gefa henni peningana. En konan vildi þá ekki og ýtti þeim frá sér og sagði: „Af hverju framleiðið þið „andskotarnir“ ekki bara skó sem maður hefur efni á?“
Þetta samtal hafði mikil áhrif á O‘Neal. „Ég hugsaði með mér: „Veistu hvað? Hún hefur rétt fyrir sér.“ Þennan sama dag sleit ég samningnum við Reebok og fór af stað með mitt eigið vörumerki,“ sagði hann.
Hann samdi við Walmart verslunarkeðjuna, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum, og gerði samning um að keðjan myndi selja skó úr vörulínu hans á verðum frá sem svara til 2.500 íslenskra króna upp í 3.700 krónur.
„Það er ekki þannig að börnin vilji ekki skó sem kosta 2.500 krónur. Þau vilja bara ekki vera í skóm sem líta út fyrir að kosta 2.500 krónur,“ sagði hann.
Þetta virðist vera hárrétt hjá honum því 400 milljónir skópara úr vörulínu hans hafa selst til þessa.