fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Konan kallaði Shaquille O‘Neal „andskota“ – Í framhaldinu afþakkaði hann 5 milljarða samning

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. ágúst 2021 06:59

Þetta er höllin sem O'Neal, sem er á innsettu myndinni, býr í.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum árum hitti bandaríski körfuboltamaðurinn Shaquille O‘Neal konu eina sem gagnrýndi hann harðlega og sparaði ekki lýsingarorðin. Hún kallaði hann meðal annars „andskota“. Þetta varð til þess að O‘Neal afþakkaði samning sem hefði fært honum sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna í tekjur.

Hann skýrði nýlega frá þessu í samtali við New York Post. Hann sagði að konan hafi verið ósátt við hann vegna samnings hans við Reebok því henni þóttu skórnir frá fyrirtækinu vera svo dýrir. „Ég var með 2.000 dollara í veskinu mínu. Ég sagði við hana: „Það er ekki ég sem ræð verðinu,“ og ætlaði að gefa henni peningana. En konan vildi þá ekki og ýtti þeim frá sér og sagði: „Af hverju framleiðið þið „andskotarnir“ ekki bara skó sem maður hefur efni á?“

Þetta samtal hafði mikil áhrif á O‘Neal. „Ég hugsaði með mér: „Veistu hvað? Hún hefur rétt fyrir sér.“ Þennan sama dag sleit ég samningnum við Reebok og fór af stað með mitt eigið vörumerki,“ sagði hann.

Hann samdi við Walmart verslunarkeðjuna, sem er í miklu uppáhaldi hjá honum, og gerði samning um að keðjan myndi selja skó úr vörulínu hans á verðum frá sem svara til 2.500 íslenskra króna upp í 3.700 krónur.

„Það er ekki þannig að börnin vilji ekki skó sem kosta 2.500 krónur. Þau vilja bara ekki vera í skóm sem líta út fyrir að kosta 2.500 krónur,“ sagði hann.

Þetta virðist vera hárrétt hjá honum því 400 milljónir skópara úr vörulínu hans hafa selst til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin