Bandaríska varnarmálaráðuneytið birti meðfylgjandi mynd af honum á leið inn í flugvélina. Með brotthvarfi Bandaríkjahers er 20 ára veru hans í landinu lokið. Rúmlega 2.400 Bandaríkjamenn féllu í átökum í Afganistan á þessum tíma og tugir þúsunda Afgana létust.
Sky News segir að Kenneth F McKenzie, hershöfðingi, hafi á fréttamannafundi í Pentagon tilkynnt að brottflutningi herliðsins væri lokið. Hann sagði að Ross Wilson, sendiherra Bandaríkjanna í Afganistan, hafi farið með síðustu vélinni frá Kabúl.
Antony Blinken, utanríkisráðherra, sagði að diplómatískum málefnum Bandaríkjanna gagnvart Afganistan verði nú sinnt frá sendiráði landsins í Doha í Katar, að minnsta kosti um sinn á meðan nýr kafli í samskiptum Afganistans og Bandaríkjanna hefst.
Qari Yusuf, talsmaður Talibana, sagði að sögn Al Jazeera, að endanlegt brotthvarf bandaríska herliðsins þýði að Afganistan hafi „öðlast fullt sjálfstæði“.
The last American soldier to leave Afghanistan: Maj. Gen. Chris Donahue, commanding general of the @82ndABNDiv, @18airbornecorps boards an @usairforce C-17 on August 30th, 2021, ending the U.S. mission in Kabul. pic.twitter.com/j5fPx4iv6a
— Department of Defense 🇺🇸 (@DeptofDefense) August 30, 2021