Reiknað er með að enn fleiri muni verða fyrir áhrifum af fellibylnum eftir því sem hann færist inn í landið. Mikið eignatjón hefur nú þegar orðið og staðfest hefur verið að einn hafi látist af völdum fellibylsins eftir að tré féll á hús.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að reikna megi með að vikur muni líða þar til búið verður að koma rafmagni á alls staðar.
Hætta er á að mikil úrkoma, flóð og mikil ölduhæð muni valda miklu tjóni í Louisiana og þar með New Orleans sem stendur mjög lágt. Flóðvarnargarðar hafa verið styrktir eftir að fellibylurinn Katrina orsakaði mikla eyðileggingu í New Orleans fyrir 16 árum en þá létust 1.800 manns.