fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Bjargaði fimm ára barni sínu úr kjafti fjallaljóns – Kýldi það á kjaftinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:59

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir fimm ára drengs vann sannkallaða hetjudáð um helgina þegar hún bjargaði fimm ára syni sínum úr kjafti fjallaljóns. Þetta gerðist í Calabasas í suðurhluta Kaliforníu. Ljónið hafði læst tönnunum í drenginn og var búið að draga hann um 40 metra eftir lóðinni við heimili fjölskyldunnar þegar móðirin kom til bjargar.

Sky News hefur eftir talsmanni villidýrastofnunar Kaliforníu að móðirin hafi verið inni við þegar ljónið réðst á drenginn. „Hún er sannkölluð hetja. Hún hljóp út og byrjaði að kýla ljónið með berum höndum og náði því af syni sínum,“ hefur Sky News eftir Patrick Foy, hjá villidýrastofnuninni.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og efri hluta líkamans en ástand hans er stöðugt. Hann liggur á sjúkrahúsi í Los Angeles.

Veiðieftirlitsmaður var strax sendur á vettvang og fann hann ljónið fljótlega í runnum nærri vettvangi og var það í vígaham og var það því skotið.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að ljónið sem var drepið var ljónið sem réðst á drenginn. Annað fjallaljón, sem sást á svipuðum slóðum, var svæft og flutt langt í burtu frá mannabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans