fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Bjargaði fimm ára barni sínu úr kjafti fjallaljóns – Kýldi það á kjaftinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. ágúst 2021 06:59

Fjallaljón. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir fimm ára drengs vann sannkallaða hetjudáð um helgina þegar hún bjargaði fimm ára syni sínum úr kjafti fjallaljóns. Þetta gerðist í Calabasas í suðurhluta Kaliforníu. Ljónið hafði læst tönnunum í drenginn og var búið að draga hann um 40 metra eftir lóðinni við heimili fjölskyldunnar þegar móðirin kom til bjargar.

Sky News hefur eftir talsmanni villidýrastofnunar Kaliforníu að móðirin hafi verið inni við þegar ljónið réðst á drenginn. „Hún er sannkölluð hetja. Hún hljóp út og byrjaði að kýla ljónið með berum höndum og náði því af syni sínum,“ hefur Sky News eftir Patrick Foy, hjá villidýrastofnuninni.

Drengurinn var fluttur á sjúkrahús en hann hlaut alvarlega áverka á höfði og efri hluta líkamans en ástand hans er stöðugt. Hann liggur á sjúkrahúsi í Los Angeles.

Veiðieftirlitsmaður var strax sendur á vettvang og fann hann ljónið fljótlega í runnum nærri vettvangi og var það í vígaham og var það því skotið.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að ljónið sem var drepið var ljónið sem réðst á drenginn. Annað fjallaljón, sem sást á svipuðum slóðum, var svæft og flutt langt í burtu frá mannabyggð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“