fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Salka og Sofie sátu topplausar á svölunum – Síðan kom bréfið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. ágúst 2021 06:00

Myndin er úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Má fólk vera bert að ofan á sínum eigin svölum? Eflaust eru ekki allir sammála um þetta en tvær ungar konur, Salka Stougaard Rafn og Sofie Rømer Henriksen, fengu nýlega kvörtun frá konu, sem er forstjóri leigufélags sem þær leigja íbúð hjá á Vesterbro í Kaupmannahöfn.

„Ég vona að þið takið mark á kvörtununum og takið tillit til að ekki eru allir sáttir við að sjá líkama annarra og að í framtíðinni verðið þið nægilega klæddar þegar þið eruð á svölunum.“ Eitthvað á þessa leið hljóðaði bréfið sem vinkonunum barst frá leigufélaginu.

Þær hafa búið í íbúðinni í rúmlega þrjú ár. Hún er með svalir sem snúa inn í garðinn og það sama á við um aðrar íbúðir í húsinu. Þegar sólin skín fara Salka og Sofie í sólbað á svölunum og eru berar að ofan. Það kom þeim því á óvart þegar þær fengu bréfið því Danir eru almennt þekktir fyrir frjálslyndi og nekt þykir ekki mikið tiltökumál.

TV2 segir að íbúar í fjórum íbúðum hafi kvartað undan sólböðum þeirra og sagt að þeim þyki óþægilegt að þær séu berar að ofan í sólbaði.

Í kjölfar bréfsins birtu þær færslu um það á Instagram og lesandabréf í Politiken og í kjölfarið fóru danskir fjölmiðlar að fjalla um málið.

Vinkonurnar vita ekki hverjir kvörtuðu en telja ólíklegt að það sé fólk sem býr í sama stigagangi og þær því svalir þess séu fyrir ofan eða neðan þeirra svalir og því sjái það ekki inn á svalirnar.

Þær ætla að halda áfram að stunda sólböð á svölunum berar að ofan. Í kjölfar umfjöllunar fjölmiðla báðust stjórnendur leigufélagsins afsökunar á bréfinu og sögðu að vinkonurnar hafi ekki gert neitt rangt. Ástæðan er sú að í Danmörku eru reglur um kynlíf og nekt á almannafæri ansi rúmar og er fólki í raun heimilt að vera nakið hvar sem er á almannafæri, svo lengi sem það misbýður ekki öðru fólki og aðeins er um nekt að ræða, ekkert kynferðislegt. Þetta má ráða af bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi öllum lögregluumdæmum landsins 1975 og er enn í gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“