Ingeniøren skýrir frá þessu. Frá 2008 hafa að meðaltali 1.400 gámar tapast árlega að sögn World Shipping Council. En í kringum síðustu áramót var byrjað að tilkynna um óvenjulega mikinn fjölda gáma sem datt útbyrðis. Þetta gerðist á sama tíma og eftirspurn eftir gámaflutningum jókst mikið en í kringum síðustu áramót jókst innflutningur á gámum til Bandaríkjanna um 30% miðað við árið á undan.
„Öll keðjan og starfsfólkið er undir miklu álagi vegna eftirspurnar og afleiðinga heimsfaraldursins. Allt sem getur flotið siglir núna,“ segir Alan Murphy, hjá greiningarfyrirtækinu Sea–Intelligence.
Tryggingafélög, skipasmíðastöðvar og öryggissérfræðingar vara við því að leiðbeiningar um hleðslu gámaskipa hafi ekki fylgt þróuninni í stærð þeirra og fjölda gáma en nú er þeim staflað allt að níu ofan á hver annan.