fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Umfangsmikil rannsókn á morðinu á Emilie Meng – 1.337 DNA-sýni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 15:30

Emilie Meng. Mál hennar er eitt umtalaðasta morðmál síðari tíma í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 10. júlí 2016 hvarf hin 17 ára Emilie Meng þegar hún var á heimleið eftir að hafa verið úti að skemmta sér með vinkonum sínum. Hún kvaddi vinkonur sínar á lestarstöðinni í Korsør á Sjálandi í Danmörku um klukkan 4 að nóttu og ætlaði að ganga heim. Lík hennar fannst á aðfangadag þetta sama ár af manni sem var að viðra hundinn sinn. Það var í vatni við Regnemarks Bakke nærri Borup.

Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðan en hefur lítið orðið ágengt í þessu mjög svo dularfulla morðmáli. Í svari lögreglunnar til Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, um málið kemur fram að lögreglan hafi nú aflað sér lífsýna úr 1.337 manns vegna rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í gögnum sem Hækkerup kynnti nýlega fyrir þingnefnd.

Í þeim kemur einnig fram að lögreglan reyni nú að þróa nýjar aðferðir við tæknilegar rannsóknir til að komast áleiðis við rannsókn málsins. Lögreglan er meðal annars í stöðugu sambandi við innlenda og erlenda sérfræðinga og aflar sér stöðugt upplýsinga frá þeim.

Lögreglunni hafa borist um 3.000 ábendingar í málinu og hefur þeim verið fylgt eftir eða þá að enn er verið að fylgja þeim eftir.

Ein helsta vísbendingin í málinu var framburður vitnis sem sá mann standa við ljósan bíl, sem var með skottið opið, við vatnið þar sem lík Emilie fannst. Þetta var að morgni dagsins sem Emilie hvarf. Vitnið sá manninn lyfta einhverju, sem virtist vera þungt, úr bílnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum

Datt í lukkupottinn í pakkaleiknum – Skipti á vasaljósi og besta vinningnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár