Lögreglan hefur unnið að rannsókn málsins síðan en hefur lítið orðið ágengt í þessu mjög svo dularfulla morðmáli. Í svari lögreglunnar til Nick Hækkerup, dómsmálaráðherra, um málið kemur fram að lögreglan hafi nú aflað sér lífsýna úr 1.337 manns vegna rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í gögnum sem Hækkerup kynnti nýlega fyrir þingnefnd.
Í þeim kemur einnig fram að lögreglan reyni nú að þróa nýjar aðferðir við tæknilegar rannsóknir til að komast áleiðis við rannsókn málsins. Lögreglan er meðal annars í stöðugu sambandi við innlenda og erlenda sérfræðinga og aflar sér stöðugt upplýsinga frá þeim.
Lögreglunni hafa borist um 3.000 ábendingar í málinu og hefur þeim verið fylgt eftir eða þá að enn er verið að fylgja þeim eftir.
Ein helsta vísbendingin í málinu var framburður vitnis sem sá mann standa við ljósan bíl, sem var með skottið opið, við vatnið þar sem lík Emilie fannst. Þetta var að morgni dagsins sem Emilie hvarf. Vitnið sá manninn lyfta einhverju, sem virtist vera þungt, úr bílnum.