Alþjóðlegir vísindamenn, sem voru á staðnum, urðu vitni að þessu og loftslagssérfræðingar DMI hafa staðfest mælinguna. Í færslu frá DMI á Twitter kemur fram að vænta megi þess að það muni rigna oftar á toppi jökulsins í framtíðinni vegna áhrifa loftslagsbreytinganna.
Martin Stendel, sérfræðingur hjá DMI, skrifaði einnig á Twitter um rigninguna og sagði að fyrir liggi upplýsingar um bráðnun á toppi jökulsins en þær fengust með því að rannsaka ískjarnasýni sem voru tekin úr jöklinum. „Já, rigning hefur í fyrsta sinn verið staðfest á Summit síðan veðurathuganir hófust 1987,“ skrifaði hann og bætti við að mjög sjaldgæft væri að bráðnun eigi sér stað á toppi jökulsins. En þar sem bráðið vatn frýs aftur sé hægt að sjá ummerki um það í ískjörnum og á síðustu 2.000 árum hafi það aðeins gerst 2021, 2019, 2012, 1889, 1094, 992, 758, 753 og 244 að bráðnun hafi átt sér stað á toppi jökulsins.
We don't have direct observations from Summit, but this map shows precipitation types in the weather model HARMONIE, a joint venture of @dmidk and @Vedurstofan. Green: rain, pink: snow, blue: freezing drizzle (frostúði in Icelandic). So there may have been rain at or near Summit. https://t.co/v0Mj1qz1Bh pic.twitter.com/PzoTAcFFLc
— Martin Stendel (@MartinStendel) August 19, 2021