fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á gamlar grænlenskar þjóðsögur – Ísbirnir brjóta höfuð rostunga með steinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 07:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Grænlandi hafa lengi verið sagðar ógurlegar sögur af ísbjörnum sem brjóta höfuð rostunga með þungum steinum og stórum klakastykkjum. Þetta eru margar sögur og hafa haldist lítið breyttar í gegnum tíðina. Af þessum sökum ákváðu vísindamenn að rannsaka hvort þær gætu átt sér stoð í raunveruleikanum.

Þeir komust að því að ekki sé útilokað að sögurnar séu sannar. LiveScience skýrir frá þessu. Rannsóknin hefur verið birt í tímaritinu Arctic. Í niðurstöðum hennar segja vísindamennirnir að það sé kannski bara tímaspursmál hvenær þeir muni sjá ísbjörn nota stein við veiðar.

Vísindamennirnir köfuðu ofan í frásagnir Inúíta um ísbirni sem kasta grjóti og stórum klakastykkjum en þær ná allt aftur á síðari helming átjándu aldar. Í lýsingu Inúíta frá 1882 lýsir hann því hvernig ísbjörn „tók stórt klakastykki í hrammana, reisti sig upp á afturfæturna og kastaði klakastykkinu af miklu afli í höfuð hálffullorðins rostungs“.

Vísindamennirnir benda einnig á að dansk-norski presturinn og trúboðinn Otto Fabricius hafi í bók sinni „Fauna Groenlandica“ frá 1780 lýst því hvernig ísbirnir tóku upp stór klakastykki og köstuðu í höfuð rostunga. Segja þeir að það sé alls ekki útilokað að ísbirnir, sem lifa frjálsir í náttúrunni, geti lært að nota verkfæri. Þeir benda á að ísbjörninn GoGo, sem er í dýragarði í Japan, hafi sjálfur fundið út aðferð til að ná í kjöt sem gæslufólk hans hengdi upp í þriggja metra hæð. Hann notar tveggja metra langa trjágrein til að ná kjötinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“