The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að strandgæslan hafi stöðvað för kínversks fiskibát um 40 sjómílur undan strönd Kaohsiung. Eftir að skipverjar höfðu verið skimaðir fyrir kórónuveirunni fundu skipverjar af strandgæsluskipinu 62 búr með köttunum sem voru af ýmsum tegundum. Verðmæti kattanna er áætlað sem svarar til 45 milljóna íslenskra króna. Þeim var öllum lógað tveimur dögum síðar.
Embættismenn segja að það hafi verið gert þar sem ekki var vitað hvaðan kettirnir voru og að þeir hafi ógnað lífríkinu á Taívan.
Ákvörðunin hefur farið illa í dýravini og dýraverndarsamtök á eyjunni. Gæludýraeign er mikil á eyjunni og mikill iðnaður í kringum gæludýr.